Erlent

Leiðtogi Tamil tígra lætur lífið í loftárás

Leiðtogi stjórnmálaarms Tamil Tígra á Sri Lanka, S.P. Thamilselvan, lét lífið í loftárás stjórnarhersins í morgun.Thamilselvan fór fyrir Tamil tígrum í friðarviðræðum við stjórnvöld á Sri Lanka og er talið að árásin í morgun geri út um allar vonir um friðsamlega lausn á deilunni.

Gotabaya Rajapaksa, varnarmálaráðherra Sri Lanka, fagnaði hins vegar andláti Thamilselvan í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í morgun. „Við vitum hvar leiðtogar þeirra eru. Við getum fellt þá alla ef við viljum."

Bjarni Vestmann, sendifulltrúi utanríkisráðuneytisins, hitti Thamilselvan á Sri Lanka í byrjun októbermánaðar. Stjórnvöld í Sri Lanka mótmæltu fundinum harðlega sem síðar varð til þess að íslensk stjórnvöld báðust formlegrar afsökunar og kölluðu Bjarna heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×