Erlent

Yfir hundrað látið lífið vegna Noels

MYND/AFP

Að minnsta kosti hundrað og átta hafa látið lífið í Karabíska hafinu vegna hitabeltisstormsins Noel. Styrkleiki hans hefur farið vaxandi og telst hann nú vera fyrsta stigs hitabeltisstormur.

Stormurinn gekk yfir miðhluta Kúbu í gær. Þar neyddust 24 þúsund manns til að yfirgefa heimili sín. Þá er talið að um eitt þúsund heimili hafi eyðilagst. Noel stefnir nú í norðaustur í átt að Bermúda eyju. Þar hafa verið gefna út stormviðvaranir en reiknað er með því að stormurinn fari austur af eyjunum.

Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið lífið á Kúbu vegna stormsins. Að minnst kosti sjötíu og þrír létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Dóminsíka lýðveldið í byrjun vikunnar. Þá létu þrjátíu og fjórir lífið á Haití vegna stormsins og einn á Jamaíka.

Noel hefur valdið mikilli eyðileggingu og hafa ekki fleiri látið lífið vegna hitabeltisstorms á Karabíska hafinu á þessu ári. Alls létust 101þegar fellibylurinn Felix gekk Mið-Ameríkuríkin Nígaragúa og Hondúras í síðastliðnum septembermánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×