Erlent

SAS vissi af bilun í hjólabúnaði

Flugfélaginu SAS höfðu borist kvartanir frá flugmönnum vegna hjólabúnaðar Dash vélarinnar áður en henni hlekktist á í lendingu á Kastrup flugvelli um síðustu helgi.

Frá þessu er greint í danska blaðinu Berlingske Tidene í dag. Þar segir ennfremur að SAS hafi láðst að láta flugmálayfirvöld í Svíþjóð vita af kvörtununum eins og lög gera ráð fyrir. Félagið lét þess í stað skipta um hluta hjólabúnaðarins. Samkvæmt niðurstöðu dönsku flugslysanefndarinnar olli gúmmihringur því að hjól vélarinnar læstist ekki niðri þegar hún lenti. Gúmmíhringurinn tilheyrir ekki hjólabúnaði vélarinnar og er ekki vitað hvernig hann rataði þangað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×