Erlent

Brown ætlar að loka skólum sem standa sig ekki

Gordon Brown mun loka skólum sem standast ekki kröfur
Gordon Brown mun loka skólum sem standast ekki kröfur
Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, segir að skólar í Bretlandi sem skili slökum nemendum hafi fimm ár til að bæta sig, annars verði rekstri þeirra breytt eða skólunum lokað. Þetta sagði ráðherrann í fyrstu ræðu sinni um menntun, sem hann hélt á meðal uppeldis- og menntunarfræðinga í Greenwich háskólanum.

Almenningur í Bretlandi virðist hafa talsverðar áhyggjur af því að stjórnvöld sinni ekki menntamálum nóg. Til að bregðast við þessu hefur Brown kynnt áætlanir um að efla barnavernd, ráðast gegn ólæsi og fjölga starfsmenntaúrræðum til að hvetja sextán ára gamla unglinga til að halda áfram námi eftir að skyldunámi lýkur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×