Erlent

Táknmálsapi dáinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Fyrsti apinn sem lærði mannamál dó á rannsóknarstofu í fyrradag. Apinn sem bar heitið Washoe, lærði amerískt táknmál og kunni um 250 orð. Tungumálanám hennar var hluti af rannsóknarverkefni sem fór fram í Nevada. Washoe kom í heiminn í Afríku árið 1965. Hún bjó á Ellensburg háskólasvæðinu í Washington allt frá árinu 1980. Minningarathöfn um Washoe verður haldin 12. nóvember næstkomandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×