Erlent

2600 milljörðum varið í njósnir

Bush ver miklu í njósnir.
Bush ver miklu í njósnir.
Bandarísk stjórnvöld segjast hafa varið rúmum tvöþúsund og sexhundruð milljörðum íslenskra króna í njósnir á þessu ári. Þetta er í fyrsta sinn í áratug sem Bandaríkjamenn upplýsa um kostnað við njósnir. Upphæðin sem þeir verja í njósnir nú er um það bil tvöfalt hærri en hún var fyrir tíu árum. Ekki verður upplýst nákvæmlega um það í hvað fjármagnið var notað vegna þjóðaröryggishagsmuna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×