Erlent

Tékkar ævareiðir út í Bandaríkjamenn

Tékkneskur maður mótmælir eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna.
Tékkneskur maður mótmælir eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna. MYND/AFP

Ráðamenn í Tékklandi eru ævareiðir út í bandarísk stjórnvöld eftir að þau veltu upp þeim möguleika að rússneskir hermenn gætu fengið aðstöðu á tékkneskri grund. Málið kom upp í tengslum við umræðuna um uppsetningu ratsjárstöðvar í Tékklandi vegna eldflaugavarnakerfis Bandaríkjamanna.

Rússar hafa lýst sig andvíga því að Bandaríkjamenn setji upp elflaugavarnakerfi í Póllandi og Tékklandi. Haft var eftir Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, að til greina kæmi að fulltrúar rússneska hersins fengju aðstöðu í ratsjárstöðinni sem setja á upp í Tékklandi. Aðeins þó ef tékknesk stjórnvöld fallast á hugmyndina. Vonast Bandaríkjamenn til þess að þetta kunni að draga úr andstöðu Rússa og tortryggni gagnvart eldflaugavarnakerfinu.

Tékkneskir ráðamenn eru ekki sáttir við þessa hugmynd Bandaríkjamanna. Að þeirra mati kemur ekki til greina að rússneskir hermenn fái aðstöðu á tékkneskri grund. Það eitt og sér veki upp sárar minningar frá kalda stríðinu og hernámi sovéska hersins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×