Erlent

Fullviss um refsiaðgerðir gegn Íran

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. MYND/AFP

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, segist vera fullviss um að Rússar og Kínverjar samþykki að beita refisaðgerðum gegn Íran á næsta fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Þetta kom fram í máli Miliband á blaðamannfundi í Washington í dag.

Öryggisráðið hefur í tvígang áður samþykkt refsiaðgerðir gegn Íran til að þeir falli frá kjarnorkuáætlun sinni. Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, hefur lýst því yfir að Íranir ætli sér að halda áfram að auðga úraníum og að þeir muni ekki láta undan þrýstingi frá Bandaríkjunum og Bretlandi.

Bush Bandaríkjaforseti varaði í dag við þeirri hættu sem stafar af eldflaugauppbyggingu Írana. Sagði hann að innan tíu ára yrðu Íranir búnir að þróa langdrægar eldflaugar sem gætu hitt skotmörk bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×