Erlent

Bush ítrekar mikilvægi eldflaugavarnakerfis í Evrópu

Bush, bandaríkjaforseti.
Bush, bandaríkjaforseti. MYND/AFP

Nauðsynlegt er að setja upp eldflaugavarnakerfi í Evrópu til að verja Bandaríkin og bandalagsríki þeirra gegn mögulegum árásum frá Íran og öðrum óvinveittum þjóðum. Þetta kom fram í máli Bush, Bandaríkjaforseta, í Washington í dag. Lagði Bush mikla áherslu á að kerfinu væri ekki beint gegn Rússlandi.

Í ræðu sinni sagði Bush að þörfin fyrir eldflaugavarnakerfi í Evrópu væri mikil og brýn. Vísaði Bush til upplýsinga bandarísku leyniþjónustunnar þar sem fram kemur að Íranir verði að öllu óbreyttu búnir að koma sér upp langdrægum eldflaugum fyrir árið 2015. Þessar eldflaugar geta hitt skotmörk í Evrópu og Bandaríkjunum.

„Við verðum að taka þessa ógn alvarlega og það strax," sagði Bush.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×