Erlent

Tyrkir safna liði við landamæri Íraks

Tyrkneskar hersveitir héldu í dag að landamærunum við Írak eftir hörð átök við kúrdíska skæruliða alla helgina. Erdogan forsætisráðherra Tyrklands segir þó að ekki verði ráðast inn í Írak fyrr en fullreynt væri að aðrar leiðir dygðu ekki til að binda enda á árásir skæruliða.

Myndir frá kúrdasvæðum í Írak sýna samt töluverðar skemmdir þar eftir fallbyssuskothríð tyrkneska hersins yfir landamærin. Tugir manna hafa fallið í átökum síðustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×