Erlent

Einn látinn í skógareldum í Kaliforníu

Slökkviliðsmenn reyna að vinna bug á eldinum í hinum sögufræga Kashan kastala í Malibu í Kaliforníu.
Slökkviliðsmenn reyna að vinna bug á eldinum í hinum sögufræga Kashan kastala í Malibu í Kaliforníu. MYND/Getty

Að minnsta kosti einn er látinn og sautján slasaðir í miklum skógareldum í Kaliforníu. Töluverðar tafir hafa orðið á slökkvistarfi þar sem slökkvilið hefur þurft að snúa frá slökkvistörfum til að bjarga íbúum sem neituðu að yfirgefa heimili sín í gær. Ástandið snarversnaði í nótt og er orðið mun verra en slökkviliðsmenn hefðu getað ímyndað sér að sögn Bill Metcalf varðstjóra slökkviliðs sem berst við eldana.

Fréttavefur CNN segir að eldarnir geisi nú á 14 þúsund hektara svæði frá Santa Barbara til San Diego. Vindar hafa hjálpað til við útbreiðslu eldsins og slökkvilið hefur engin tök á eldinum.

Yfirvöld fyrirskipuðu þúsundum íbúa að yfirgefa heimili sín í gær og í dag vegna 12 skógarelda sem geisa á svæðinu og hafa eyðilagt skóglendi, bíla og byggingar.

Eldarnir stefna nú hraðbyri að hverfum með glæsivillum í Los Angeles sem margar eru í eigu fræga fólksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×