Erlent

Vildu gera hryðjuverkaárás á Tívolíið í Kaupmannahöfn

Hryðjuverkamennirnir í hinu svokallaða Vollmose-máli íhuguðu að koma fyrir sprengju í Tívolíinu í Kaupmannahöfn. Þetta kom fram við vitnaleiðslur í Eystri landsrétti í Danmörku í dag. Mennirnir höfðu einnig hugsað sér að koma fyrir sprengju á aðaljárnbrautarstöðinni í Kaupmannahöfn.

Vollmose málið kom upp í Óðinsvéum í fyrra en þá voru sjö handteknir vegna gruns um hryðjuverkarstarfssemi.

Við vitnaleiðslur í morgun kom einnig fram að mennirnir hafi velt fyrir sér að gera sprengjuárás á járnbrautarstöðina í Óðinsvéum. Áður hefur komið fram að til stóð að gera sjálfsmorðssprengjuárás á lestarstöðina í Velje. Árásarmennirnir hættu hins vegar við þar sem þeir óttuðust að múslimar myndu látast í tilræðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×