Erlent

Stjórnarandstaðan sigraði í Póllandi

Stjórnarandstaðan í Póllandi fór með sigur af hólmi í kosningum í landinu í gær. Núverandi forsætisráðherra landsins, Jaroslaw Kaczynski hefur viðurkennt ósigur sinn en flokkur hans Lög og regla fékk 32 prósent atkvæða í kosningunum.

Næsti forsætisráðherra landsins verður hins vegar Donald Tusk en flokkur hans fékk um 40 prósent atkvæða og 194 þingsæti.

Boðað var til kosninganna í kjölfar þess að samsteypustjórn landsins leystist upp vegna ásakana um spillingu. Kosningaþáttaka var mjög góð á pólskan mælikvarða eða um 55 prósent.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×