Erlent

Sjöundi hver hommi í Danmörku verður fyrir áreiti

Gleðiganga samkynhneigðra er haldin árlega hér á landi.
Gleðiganga samkynhneigðra er haldin árlega hér á landi.
Um það bil sjöundi hver hommi í Danmörku verður fyrir áreiti eða ofbeldi frá ókunnugum vegna kynhneigðar sinnar. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem hagsmunasamtök samkynhneigðra í Danmörku, LBL, unnu í samvinnu við Danska Ríkissjónvarpið og einkamálasíðuna boyfriend.dk. Ellefu þúsund manns tóku þátt í rannsókninni, sem greint er frá á vef Samtakanna ´78.

Frosti Jónsson, formaður Samtakanna ´78, segir að ofbeldi gagnvart samkynhneigðum sé ekki skráð sértaklega hér á landi og því hafi ekki verið hægt að rannsaka tíðni þess hér. Hann segist gjarnan vilja að hér verði gerðar lýðheilsurannsóknir sem taki til aðstæðna samkynhneigðra Íslendinga. Frosti segir að slíkar rannsóknir séu gerðar í nágrannaríkjunum og nefnir hann Noreg sértaklega sem dæmi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×