Erlent

Ný skýrsla boðar miklar loftlagsbreytingar

MYND/365

Gert er ráð fyrir miklum breytingum á lífríki á Norðurskautssvæðinu á næstu árum og áratugum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu um loftlagsbreytingar.

Skýrslan var unnin af bandarísku hafrannsóknar- og loftlagsstofnuninni en hún var birt í gær. Samkvæmt niðurstöðum hennar hafa miklar breytingar orðið á loftþrýstingi við Norðurskautssvæðið á undanförnum árum.

Þetta hefur í för með sér að heitt loft sogast frá miðbaug jarðar norður á bóginn og þar blása nú heitir vindar í mun oftar en áður. Mikil hlýnun á svæðinu hefur síðan valdið miklum breytingum á lífríki. Runnar eru nú byrjaðir að vaxa þar sem áður var einungis freðmýri og þá hafa hreindýrastofnar í norðurhluta Kanada farið ört minnkandi.

Að mati vísindimanna benda niðurstöður skýrslunnar til þess að miklar loftlagsbreytingar séu í vændum. Breytingarnar við norðurskautið sé aðeins byrjunin en áhrifanna muni síðar gæta út um allan heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×