Erlent

Vilja fjölga klósettum í heiminum

Borgarstarfsmaður í Nýju Delí á Indlandi þrífur holræsi.
Borgarstarfsmaður í Nýju Delí á Indlandi þrífur holræsi. MYND/AFP

Sérfræðingar í heilbrigðis- og hreinlætismálum frá yfir fjörtíu löndum hittast á ráðstefnu í Nýju Delí á Indlandi í lok mánaðarins. Markmiðið er að finna leiðir til að fjölga klósettum í heiminum.

Nú er talið að 2,6 milljarður manna í heiminum hafi ekki aðgang að salerni. Yfir helmingur þeirra býr á Indlandi og í Kína. Með því að finna leiðir til að útvega þessu fólki salerni telja sérfræðingar að draga megi verulega úr hvers konar sjúkdómum. Margir sjúkdómar koma til vegna þess að fólk gengur örna sinna úti í náttúrunni og menga oftar en ekki vatnsból.

Á ráðstefnunni verða einnig ræddar leiðir til að tryggja að aukinn fjöldi salerna í heiminum muni ekki hafa skaðleg áhrif á umhverfið. Ætlunin er að allir jarðarbúar verði komnir með aðgang að salerni fyrir árið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×