Erlent

Öryggisráðið harmar aðgerðir í Búrma

Frá mótmælunum í Búrma í síðasta mánuði.
Frá mótmælunum í Búrma í síðasta mánuði. MYND/AFP
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur gert yfirlýsingu sem harmar aðgerðir herstjórnarinnar í Búrma gegn mótmælendum í landinu. Kínverjar beittu fyrst neitunarvaldi gegn yfirlýsingu sem gerð var af Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi. Þeir drógu síðan andstöðu sína til baka og þykir það merki um breytta afstöðu Kínverja gegn herforingjastjórninni í Búrma. Þetta er í fyrsta sinn sem 15 landa ráðið lætur í ljós andstöðu sína gegn aðgerðum herstjórnarinnar. Yfirlýsingin harmar ofbeldi gegn friðsömum mótmælendum og skorar á herstjórnina og aðra aðila að vinna saman að róa ástandið og komast að friðsamlegri niðurstöðu. Það kveður einnig á um lausn allra pólitískra fanga og þeirra sem teknir voru í mótmælunum. Þá er herstjórnin hvött til að taka upp ósviknar samningaviðræður við stjórnarandstæðinginginn Aung San Suu Kyi. Leslie Christian sendifulltrúi Gana og forseti ráðsins hafði frumkvæði að yfirlýsingunni og þurftu öll aðildarlöndin að samþykkja hana þótt hún sé ekki bindandi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×