Erlent

Sjö létust í flugslysi í Kólumbíu

Sjö létust þegar lítil flugvél brotlenti í Bogota höfuðborg Kólumbíu í gærkvöldi, nokkrum mínútum eftir flugtak frá El Dorado flugvellinum. Fimm manns voru um borð í vélinni sem var af gerðinni King 200. Tveir létust á heimilum sínum á jörðu niðri en vélin skemmdi nokkur hús þegar hún hrapaði niður á íbúðahverfi. Íbúar segjast hafa heyrt sprengingu og séð eldhnött steypast til jarðar. Embættismenn segja tölu látinna geta hækkað þegar búið er að hreinsa svæðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×