Erlent

Madonna með 7 milljarða kr. samning

Madonna mun á næstunni undirrita risasaming upp á rúma 7 milljarða króna við tónleikafyrirtækið Live Nation. Samhliða mun hún hætta samstarfi sínu við plötuútgáfuna Warner Music Group.

Samkvæmt samkomulaginu mun Madonna fá í sinn hlut rúmann milljarð króna við undirskrift og sömu upphæð í fyrirframgreiðslur fyrir hverja af þremur næstu plötum hennar. Samningurinn gildir til næstu 10 ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×