Erlent

SAS enn í vandræðum með Dash-vélarnar

SAS-flugfélagið hefur enn ekki bitið úr nálinni hvað erfiðleika með Dash-vélar félagsins varðar. Það verður æ erfiðara fyrir SAS að sannfæra farþega sína um að óhætt sé að ferðast með þessum vélum.

Aðeins viku eftir að SAS kom Dash 8 Q400 vélum sínum í loftið á ný er félagið komið í vandræði. Í gær þurfti að snúa við einni af Dash vélum SAS skömmu eftir flugtak frá Berlín vegna vélarbilunnar. SAS viðurkennir að þessi tímasetning hefði ekki getað komið verr fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×