Erlent

Lét græða eyra á handlegginn

Ástralskur listamaður sem hefur látið græða eyra á framhandlegg sinn í nafni listarinnar hefur vakið upp deilur. Stelios Arcadiou er fæddur á gríska hluta Kýpur og er 61 árs. Hann segir auka eyrað gert úr brjóski og mótað á rannsóknarstofu. Það er eftirmynd af venjulegu eyra. Skurðlæknar settu spurningamerki við hvort slík aðgerð ætti rétt á sér vegna þess að ekki hafi verið læknisfræðileg þörf á henni. Sasha Gardner sem þekkt er úr raunveruleikaþætti og fæddist með eitt eyra fór í sams konar aðgerð á höfðinu. Hún segir aðgerð listamannsins móðgandi. Stelarc segir að það hafi tekið hann áratug að finna skurðlækni sem var tilbúinn að framkvæma aðgerðina. Eyrað virkar ekki, en hann vonast til að græða hljóðnema í það til að leyfa öðrum að hlusta á hvað auka-eyrað nemur.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×