Erlent

Bhutto hvött til að fresta heimför

Benazir Bhutto.
Benazir Bhutto. MYND/AFP
Pervez Musharraf forseti Pakistan hefur óskað eftir því að Benazir Bhutto fyrrverrandi forsætisráðherra fresti heimkomu sinni þar til Hæstiréttur úrskurðar um lögmæti endurkjörs hans í forsetaembættið. Musharraf vann yfirburðasigur í kosningunum í síðustu viku. Hann getur ekki svarið embættiseið fyrr en rétturinn ákveður hvort hann geti setið sem forseti á sama tíma og hann gegnir stöðu herforingja innan hersins. Bhutto hafði tilkynnt að hún myndi snúa aftur úr útlegð þann 18. október, sama dag og rétturinn byrjar málsmeðferðina. Fyrir forsetakosningarnar gerðu Bhutto og Musharraf samkomulag um skilmála sakaruppgjafar vegna ákæru á hendur Bhutto um spillingu. Samkomulagið gæti leitt til þess að þau ákveði að deila völdum eftir þingkosningarnar sem fara fram í landinu 15. janúar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×