Erlent

Múslimar biðla til Páfa um frið

Benedikt páfi.
Benedikt páfi. MYND/AFP
Rúmlega 130 íslamskir fræðimenn hafa skrifað Benedikt páfa og öðrum kristnum leiðtogum bréf þar sem hvatt er til meiri skilnings á milli trúarbragðanna tveggja. Þeir segja að heimsfriður gæti velt á bættum samskiptum á milli múslima og kristinna. Í bréfinu eru er bent á áherslur í báðum trúarbrögðunum eins og að eiga einungis einn guð og að lifa í friði og sátt við nágranna sína. Því er einnig haldið fram að kristnir og múslimar tilbiðji sama guð. Bréfið verður birt í Washington í dag. Þar segir að Múhameð hafi verið leiddur í sannleikann um sömu sannindi og þegar hafi verið birt öðrum spámönnum kristinna og gyðinga, þar á meðal Jesús. Þá er vitnað í kóraninn þar sem segir að múslimum beri skylda til að koma fram við kristna og gyðinga sem dýrki framangreinda spámenn með vinskap. Fyrir ári síðan sendu 38 virtir múslimaklerkir bréf til páfa eftir umdeilda ræðu sem Benedikt hélt í september í fyrra. Í henni tengdi hann Islam við ofbeldi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×