Erlent

Samskipti Tyrklands og Bandaríkjanna í uppnámi

MYND/Visir

Samskipti Tyrkland og Bandaríkjanna eru í uppnámi þessa stundina og ástæðan er þjóðarmorðið á Armenum fyrir 90 árum síðan. Stjórn Tyrklands hefur fordæmt atkvæðagreiðsu þingnefndar á bandaríkjaþingi þar sem samþykkt var ályktun um að þjóðarmorð hefði verið framið á Armenum í Tyrklandi árin 1915 til 1917.

Abdullah Gul segir ályktunin ótæka og að hún hafi ekkert gildi fyrir Tyrkland. Bush forseti hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að ályktunin en hann haf'ði beðið þingnefndina um að taka hana ekki til afgreiðslu.

Bush óttast að ályktunin muni draga úr samvinnu Tyrkja við Bandaríkjamenn í baráttunni gegn hryðjuverkum og jafnvel leiða til lokunnar herstöðva Bandaríkjamanna í Tyrklandi.

Þjóðarmorðið á Armenum er nokkuð sem Tyrkir hafa aldrei viljað viðurkenna eða gangast við. Það liggur þó ljóst fyrir að á seinni árum fyrra heimsstríðsins myrti tyrkneski herinn um hálfa aðra milljón Armena sem voru búsettir í landinu.

Búist er við að fulltrúadeild bandaríkjaþings muni einnig samþykkja ályktun nefndarinnar seinna í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×