Erlent

Lennon víða minnst

Þess var minnst víðar en á Íslandi í gær að bítillinn John Lennon hefði orðið sextíu og sjö ára í gær væri hann enn á lífi. Aðdáendur Lennon og Bítlanna söfnuðust saman í Central Park í New York í Bandaríkjunum í gær. Um eitt hundrað manns komu saman á svæði í garðinum sem kallast Strawberry Fields líkt og eitt af lögum Bítlanna. Lennon og Yoko Ono bjuggu þar skammt frá með syni sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×