Erlent

Nýtt lyf gegn ofdrykkju?

Rannsóknir í Bandaríkjunum hafa leitt í ljós að lyf sem upphaflega var þróað gegn mígreni geti hjálpað alkóhólistum við að ná tökum á drykkju sinni án þess að þurfa að fara í meðferð.

Lyfið ber nafnið Topamax og var notað í hóprannsókn sem tæplega 400 ofdrykkjumenn tóku þátt í. Helmingur þeirra fékk Topamax og helmingur gerfilyf. Eftir 14 vikur höfðu um 15% af þeim sem tóku lyfið algerlega hætt að drekka. Aðrir höfðu dregið verulega úr drykkju sinni.

Rannsóknin var gerð á árunum 2004 til 2006 en ekki hefur verið kannað hvort edrúmennskan hafi haldist hjá þátttakendum í henni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×