Erlent

Fær Gore friðarverðlaun Nóbels?

Al Gore, fyrrum varaforseti Bandaríkjanna þykir líklegastur til að hljóta Friðarverðlaun Nóbels í ár ef marka má norræna veðbanka. Hann hefur líkurnar einn á móti fjórum.

Næst honum í röðinni eru pólska konan Irena Sendler sem bjargaði 2.500 gyðingabörnum í seinni heimsstryjöldinni og Rajendra Pachairo formaður loftsslagsnefndar SÞ.

Auk þeirra eru líkurnar taldar góðar á að Martti Ahtisari fyrrum forseti Finnlands og kanadíska baráttukonan Sheila Watt-Cloutier muni hljóta hin eftirsóttu verðlaun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×