Íslenski boltinn

Tryggvi: Reynslan tók þetta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tryggvi fagnar fyrra marki FH í dag ásamt Arnari Gunnlaugssyni og Matthíasi Guðmundssyni.
Tryggvi fagnar fyrra marki FH í dag ásamt Arnari Gunnlaugssyni og Matthíasi Guðmundssyni. Mynd/Pjetur

Tryggvi Guðmundsson var gríðarlega ánægður eftir sigurinn á Fjölni í bikarúrslitunum í dag eins og aðrir FH-ingar.

„Tilfinningin er hrikalega góð en leikurinn var slakur. Það skipti þó engu máli þar sem við kláruðum þetta. En við gerðum okkur frekar erfitt fyrir í dag.“

Hann neitar þó því að þetta sé súrsætur sigur þar sem FH varð af Íslandsmeistaratitlinum nú um síðustu helgi.

„Þetta er bara allt annað mót sem við sigruðum í. Við komum til með að fagna þessu vel og innilega.“

Hann segir að FH-ingar hafi mætt ágætlega til leiks en eftir markið hafi gömul saga endurtekið sig. „Við bökkum of mikið og höldum að þetta gerist af sjálfu sér. Þar með hleyptum við þeim inn í leikinn og þeir pressa mikið á okkur í seinni hálfleik. Það endaði með því að við fengum á okkur mark.“

Tryggvi átti stoðsendinguna á Matthías í sigurmarkinu í framlengingunni og var ánægður með það.

„Eigum við ekki að segja að reynslan hafi tekið þetta í dag.“


Tengdar fréttir

Ásmundur: Stoltur af strákunum

„Auðvitað var þetta svekkjandi en ég er virkilega stoltur af strákunum í dag,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis.

Ólafur: Þetta er yndislegt

Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, var í sæluvímu eftir sigurinn í bikarkeppni karla í dag.

FH er bikarmeistari karla

FH-ingar eru bikarmeistarar karla í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Fjölni í framlengdum leik. Matthías Guðmundsson var hetja FH-inga en hann skoraði bæði mörk liðsins í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×