Erlent

Kostunica vill ekki veita Kosovo sjálfstæði

Þórir Guðmundsson skrifar

Kostunica forsætisráðherra Serbíu varaði við því í dag að Kosovo yrði veitt sjálfstæði. Hann sagði að sig grunaði að Bandaríkjastjórn myndi knýja fram sjálfstæði Kosovo en að slíkt myndi leiða til ofbeldisverka sem ekki hefðu sést síðan Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar. Hann útskýrði orð sín ekki nánar.

Kosovo var hérað í Serbíu frá stofnun Júgóslavíu eftir síðara stríð en þar býr fólk af albönskum ættum, sem löngum hefur kvartað undan ofríki serba.

Atlantshafsbandalagið yfirtók Kosovo eftir fjöldamorð serbneskra sveita á albönskum íbúum Kosovo árið 1999 og síðan hefur ekki tekist að semja um það hvort Kosovo verði áfram hérað í Serbíu, sjálfstætt ríki eða eitthvað annað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×