Erlent

Nýfætt barn finnst í húsgarði

Zach litli var enn með nafnastrenginn þegar hann fannst.
Zach litli var enn með nafnastrenginn þegar hann fannst.

Nýfæddur drengur fannst í gærkvöldi í húsgarði í Liverpool á Englandi. Par á göngu kom auga á drenginn sem hafði verið vafið í handklæði og settur í poka. Hann var líklega ekki nema nokkurra klukkustunda gamall.

Farið var með drenginn, sem hefur fengið nafnið Zach, á sjúkrahús, og heilsast honum að sögn lækna afar vel. Þeir hafa meiri áhyggjur af móðurinni, en hennar er nú leitað á upptökum öryggismyndavéla í nágrenninu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×