Erlent

Tævan vill ekki sjá Ólympíueldinn

Ólympíueldurinn er ekki velkominn í Tævan. Þessu eru stjórnvöld þar hörð á, en Kína og Tævan deila nú um hvaða leið eldurinn á að fara á leið sinni til Ólympíuleikana í Peking árið 2008.

Kínversk yfirvöld vilja sína fram á stærð og veldi ríkis síns með því að láta eldinn ferðast gegnum meira en 20 borgir og allt upp á Mount Everest. Upprunalega átti eldurinn að fara um Víetnam til Tævan og þaðan til Hong Kong á leið sinni til Peking

Kína sér Tævan sem hluta af yfirráðasvæði sínu, en löndin hafa verið aðskilin frá því 1949. Tævönskum yfirvöldum leið eldsins gefa í skyn að Tævan sé hluti af Kína, en þau eru því ekki sammmála.

Þrátt fyrir mánaðarlangar viðræður landanna hefur ekki náðst samkomulag um hvaða leið eldurinn fer.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×