Erlent

Formlegri leit að Steve Fossett hætt

Steve Fossett.
Steve Fossett. MYND/AFP

Yfirvöld í Nevada fylki í Bandaríkjunum hafa fyrirskipað að formlegri leit að ævintýramanninum og auðjöfrinum Steve Fossett skuli hætt. Fossett hefur verið leitað í tvær vikur en án árangurs.

Að sögn talsmanns yfirvalda í Nevada verða björgunarsveitir þó hafðar áfram til taks til að fylgja eftir vísbendingum. Fjölmargir tóku þátt í leitinni að Fossett og fóru leitarflokkar yfir 98 prósent af landflæmi Nevada fylkis. Þá tóku yfir 25 flugvélar þátt í leitinni og flugu þær í samtals 1.300 klukkstundir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×