Erlent

Kusu gegn auknum réttindum Guantanamofanga

Öldungadeild bandaríska þingsins ákvað í dag að veita föngum í Guantanamo ekki rétt til að fá úr málum sínum skorið fyrir bandarískum dómstólum.

Frumvarpið um að veita þeim hann þurfti sextíu atkvæði til að ná fram að ganga en hlaut einungis 56.

Lögin hefðu verið afturhvarf frá einu af lykilatriðum í stríðinu gegn hryðjuverkum, en þau hefðu veitt grunuðum erlendum hryðjuverkamönnum Habeas corpus, sem felur í sér grundvallarvernd gegn handahófskenndu varðhaldi án dómsúrskurðar, og pyndingum.

Bandaríkjaþing á síðasta ári réttinn til baka fyrir menn sem stjórnin hefur stimplað erlenda vígamenn. Bush stjórnin sagði þetta nauðsynlegt til að koma í veg fyrir að þeim verði sleppt og geti ráðist á Ameríska ríkisborgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×