Erlent

Danskir hermenn særast í Afganistan

Tveir danskir hermenn særðust í morgun í bardaga við talíbana í Helmandsýslu í Afganistan. Annar hermannnanna var skotinn í brjóstið og aðra höndina, en hinn fékk skot í fótlegg. Mennirnir voru fluttir á hersjúkrahús en eru ekki í lífshættu. Danskar hersveitir berjast nú undir stjórn breska hersins í Halmandsýslu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×