Erlent

Móðir finnst látin á sama stað og dóttir hennar nokkrum vikum áður

Natasha Coombs.
Natasha Coombs.
Móðir táningsstúlku sem fannst látin á lestarteinum í Bretlandi fyrir fimm vikum fannst í gær látin á sama stað, að sögn BBC fréttastofunnar.

Hin sautján ára Natasha Coombs hvarf þegar hún var á leið heim eftir kvöldstund með vinkonum sínum á veitingastað í Ipswich þann 27. júlí. Tveimur vikum áður hafði hún hætt með kærastanum sínum, og var leið yfir því. Hún fannst svo 10. ágúst í kjarri nálægt lestarteinum í nágrenninu. Hún hafði orðið fyrir lest.

Natasha var eina barn foreldra sinna. Á blaðamannafundi þegar stúlkunnar var leitað, brotnaði móðir hennar, Joanne, niður. Hún sagði að húsið væri svo tómlegt án hennar, og lífið nær óbærilegt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×