Erlent

Danskir bílstjórar fjarlægja númeraplötur til að losna við stöðumælasektir

Sighvatur Jónsson skrifar

Óprúttnir ökumenn í Kaupmannahöfn hafa fundið upp nýja leið til að sleppa við stöðumælasektir. Með því að fjarlægja númeraplötur af bílum sínum gera þeir stöðumælavörðum ókleift að gefa út sektir.

Eins og í víða í stórborgum eykst sífellt umferð einkabíla um Kaupmannahöfn. Ökumenn sem eru orðnir þreyttir á langri leit að lausum bílastæðum, leita þess í stað annarra úrræða. Það nýjasta er að fjarlægja númeraplötuna, en að meðaltali er tilkynnt um þrjú slík tilfelli daglega í Kaupmannahöfn.

Stöðumælasekt í Danmörku nemur um sex þúsund íslenskum krónum. Svipuð er sektin fyrir að keyra á númeralausum bíl. Lögreglan á hinsvegar að sekta fyrir það, og reyndin er að hún hefur nóg annað við tímann að gera.

Ökumenn sem fjarlægja númeraplöturnar fá því oftast ókeypis bílastæði. Þeir geta í versta falli fengið sekt sem er jafnhá stöðumælasektinni. Hvorutveggja er þó mun betra en að láta sekta sig fyrir að falsa bílastæðamiða og önnur skjöl, sú sekt nemur um sextíu þúsund íslenskum krónum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×