Erlent

Norðmenn senda herþotur gegn rússum

MYND/Imageforum

Tvær norskar herþotur voru sendar á loft í morgun til að mæta tveimur rússneskum sprengjuvélum sem flugu meðfram strönd Noregs. Rússnesku vélarnar voru af gerðinni Tu-160. Þá rauf rússnesk herflugvél lofthelgi Finnlands í morgun.

Rússnesku sprengjuvélarnar komu frá Barentshafi og flugu í suðurátt meðfram strönd Noregs. Vélarnar beygðu síðan í átt að Atlantshafi. Í síðustu viku voru tvær norskar F-16 orrustuþotur sendar af stað til mæta átta rússneskum sprengjuvélum af gerðinni TU-95.

Þá rauf rússnesk herflutningavél af gerðinni Ilyushin-76 lofthelgi Finnlands í morgun. Vélin flaug allt að 4,5 kílómetra inn í finnska lofthelgi áður en hún sneri við. Málið er í rannsókn hjá finnskum yfirvöldum. Að sögn talsmanns finnska varnarmálaráðuneytisins gerast atvik af þessu tagi að minnsta kosti einu sinni á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×