Erlent

Misþyrmdu tvítugri stúlku

Sex menn í Logan sýslu í Bandaríkjunum eru grunaðir um að hafa misþyrmt 20 ára gamalli svartri stúlku frá Charleston hrottalega. Henni var haldið nauðugri í hjólhýsi í Logan sýslu í fjölda daga og misþyrmt þar. Samkvæmt ákærum var hún misnotuð kynferðislega, neydd til að borða dýraskít, stunginn í lærið, heitu vatni hellt yfir hana, hún neydd til að drekka salernisvatn og hún lamin.

Fulltrúar blökkumannasafnaða í Logan sýslu biðluðu í dag til saksóknara að ákæra árásarmennina fyrir kynþáttaglæpi og mannréttindabrot. Saksóknararnir segja að þeir útiloki ekki að ákæra mennina fyrir kynþáttaglæpi. Nú séu þeir hins vegar að einbeita sér að þeim ákærum sem þegar hafi verið gefnar út. Þar á meðal fyrir mannrán og kynferðisafbrot.

Allt að 10 ára fangelsisdómur liggur við kynþáttaglæp. Þrir af sex árásarmönnunum hafa hins vegar verið ákærðir fyrir mannrán og nauðgun en hámarksrefsing við því mannráni er lífstíðarfangelsi. Búist er við því að hinir þrír fái einnig alvarlega ákærur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×