Erlent

Sökktu hvalveiðibát til að halda upp á að Íslendingar hafi hætt veiðum

MYND/Directaction.info
,,Að kvöldi 30. ágúst ákváðum við að halda upp á það að íslendingar hafi hætt hvalveiðum í atvinnuskyni með því að fjarlægja stóran hluti kælirörs í vélarrúmi norska hvalveiðibátsins Willassen Senior"

Þetta sögðu samtök sem kalla sig Agenda 21 á heimasíðu tímaritsins ,,Bite Back" í fyrradag. Báturinn lá við bryggju í bænum Svolvær í norður Noregi þegar hann sökk. Í fyrstu var ekki vitað hvað olli því að hann sökk, en báturinn var nýlegur og í góðu standi.

Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, sagði í síðasta mánuði, að ekki verði gefinn út neinn nýr kvóti til hvalveiða fyrr en markaðseftirspurn aukist og Ísland fái innflutningsleyfi í Japan

Lögregla í Svolvaer gat ekki staðfest fullyrðingar samtakanna, en sagði að merki væru um að sjór hefði lekið gegnum opna loku í vélarrúmi skipsins og sökkt því.

Skemmdarverkamenn hafa ráðist á fjölda skipa í Noregi síðan norðmenn hófu hvalveiðar í atvinnuskyni aftur árið 1992, í trássi við bann Alþjóða Hvalveiðiráðsins.

Norðmenn hafa veitt á þessu ári veitt 592 hrefnur af 1052 dýra kvóta, en erfiðlega hefur gengið að selja kjötið af þeim.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×