Erlent

Steve Fossett enn leitað

Steve Fossett varð heimsfrægur þegar hann varð fyrstur manna til að fara hringinn í kringum jörðina í loftbelg árið 2002.
Steve Fossett varð heimsfrægur þegar hann varð fyrstur manna til að fara hringinn í kringum jörðina í loftbelg árið 2002. MYND/AFP

Enn hefur ekkert spurst til ævintýramannsins og methafans Steve Fossett en hans hefur nú verið saknað í fjóra daga. Björgunarsveitarmenn leita nú að Fossett úr lofti og á landi en án árangurs. Í dag var ákveðið að stækka leitarsvæðið.

Steve Fosset hefur verið saknað síðan hann tók á loft á eins hreyfils vél sinni frá flugvelli í Nevada í Bandaríkjunum á mánudaginn. Fossett var ekki í fjarskiptasambandi á meðan hann var á lofti og ekki með fyrirliggjandi flugáætlun.

Björgunarsveitarmenn hafa leitað að Fosset bæði úr lofti og á landi en hingað til án árangurs. Ákveðið var að stækka leitarsvæðið í dag í þeirri von að Fossett komi leitirnar. Haft er eftir talsmanni leitarmanna í erlendum fjölmiðlum að leitin geti tekið allt að tvær vikur. Um víðfemt svæði sé að ræða og aðeins sé búið að fara yfir lítinn hluta þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×