Erlent

Tíu leitað venga hryðjuverkamáls í Þýskalandi

Þýsk yfirvöld leita nú tíu manna sem þau telja hafa aðstoðað mennina þrjá sem voru handteknir í gær grunaðir um að skipuleggja hryðjuverkaárásir í Þýskalandi. Fólkið er talið vera meðlimir í þýskri deild hryðjuverkasamtakanna islamskt Jihad. Aðstoðarinnanríkisráðherra Þýskalands, August Hanning, sagði í sjónvarpsviðtali í morgun að ekki stafaði lengur ógn af þessum tiltekna hópi. Þó væri ekki loku fyrir það skotið að fleiri hyggðu á árásir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×