Erlent

Björgunarhringurinn þurrkaður af Sarkozy

Franska tímaritið Paris Match hefur orðið uppvíst að því að falsa myndir af Sarkozy forseta Frakklands. Myndir sem birtust af forsetanum róa á kajak í sumarfríi í Bandaríkjunum sýna örlítinn björgunarhring um mitti forsetans, sem vart er í frásögur færandi, en Sarkozy er 52 ára.

Þegar myndirnar birtust í tímaritinu var hins vegar búið að þurrka fitukeppina burt, þannig að hann virtist töluvert spengilegri en hann er í raun og veru.

Talsmaður Paris Match viðurkenndi fölsunina í dag - en bætti við að blaðið einbeitti sér að stjórnmálum og starfsmenn þess væru ekki vel að sér í Photoshop.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×