Erlent

Telja að Madeleine hafi látist af slysförum

Madeleine McCann hefur verið saknað í tæpa fjóra mánuði.
Madeleine McCann hefur verið saknað í tæpa fjóra mánuði. MYND/AFP
Portúgölsk lögregluyfirvöld telja nú að Madeleine McCann hafi látist af slysförum á hótelherbergi sínu í Portúgal samkvæmt heimildum vefútgáfu breska dagblaðsins The Mirror. Heimildarmenn blaðsins segja ennfremur að portúgalska lögreglan hafi undir höndum gögn sem sanni þetta.

Samkvæmt heimildarmanni The Mirror telur portúgalska lögreglan að Madaleine hafi óvart verið drepin og um sé að ræða hræðilegt slys. Lögreglan á að hafa greint frá þessu á fundi með portúgölskum saksóknara í síðustu viku. Ekki kemur fram í umfjöllun The Mirror hver á að hafa drepið Madaleine óvart.

Nú eru liðnir 112 dagar síðan Madeleine McCann hvarf, nokkrum dögum áður en hún varð fjögurra ára gömul.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×