Erlent

Þingmenn vilja ekki í fíkniefnapróf

Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, á serbneska þinginu.
Vojislav Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, á serbneska þinginu. MYND/AFP

Þingmenn á serbneska þinginu deila nú hart um tillögu þessa efnis að þingmönnum verði framvegis gert skylt að fara í fíkniefnapróf. Stjórnarandstaðan segir tillöguna vera móðgandi.

Það var ungur þingmaður Lýðræðisflokks Serbíu, flokks Vojislav Kostunica forsætisráðherra, sem lagði tillöguna fram. Að hans mati væru þingmenn að sýna gott fordæmi í baráttunni gegn sölu fíkniefna ef þeir samþykktu tillöguna.

Andstæðingar tillögunnar segja hins vegar að hún sé móðgun við þingheiminn og aðeins lögð fram í þeim tilgangi að niðurlægja þingmenn stjórnarandstöðunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×