Erlent

Fellibylurinn Dean ógnar Mexíkó á ný

Fellibylurinn Dean um það leyti sem hann gekk yfir Yucatan-skaga.
Fellibylurinn Dean um það leyti sem hann gekk yfir Yucatan-skaga. MYND/AP

 

Allir starfsmenn á olíuborpöllum á Mexíkóflóa hafa verið fluttir í burtu og lokað fyrir olíuvinnslu vegna komu fellibylsins Dean. Bylurinn gengur yfir Mexíkóflóa í dag og nær aftur ströndum Mexíkó um klukkan fjögur að íslenskum tíma síðdegis í dag.

Bylurinn kom á land á strjábýlu svæði á Yucatan-skaga í Mexíkó í gær þaðan sem flestir íbúar höfðu verið fluttir í skjól. Ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið. Verulega dró úr styrk bylsins og mælist hann nú fyrsta stigs fellibylur. Þegar hann var sem öflugastur var hann skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur með vindhraða upp á allt að 80 metra á sekúndu. Sérfræðingar telja þó líklegt að að bylurinn vaxi aftur að styrkleika þegar hann gengur yfir Mexíkóflóa í dag.

Töluverður viðbúnaður er nú við austurströnd Mexíkó og í fylkjum bandaríkjanna við Mexíkóflóa vegna komu Dean. Að minnsta kosti ellefu létu lífið þegar bylurinn gekk yfir eyjar á Karíbahafinu í byrjun vikunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×