Erlent

Ólíklegt að 180 námuverkamönnum verði bjargað

Björgunarmenn að störfum.
Björgunarmenn að störfum. MYND/AFP

Björgunarmenn við kolanámu í Shandong-héraði í Austur-Kína eru úrkular vonar um að hægt verði að bjarga um 180 námuverkamönnum sem þar eru innlyksa.

Mennirnir lokuðustu inni á föstudaginn í síðustu viku þegar vatn flæddi inn í námurnar. Björgunarmenn hafa dælt vatni úr göngunum síðustu daga en sérfræðingar telja að það taki að minnsta kosti þrjá mánuði að tæma námurnar af flóðvatni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×