Erlent

Bróðir dómsmálaráðherra Frakka dæmdur fyrir eituryfjasmygl

Dati er eitt tólf barna fátæks egypsk verkamanns og ólæsrar húsmóður, sem öll, utan eiturlyfjasmyglarans, hafa komist vel til manns.
Dati er eitt tólf barna fátæks egypsk verkamanns og ólæsrar húsmóður, sem öll, utan eiturlyfjasmyglarans, hafa komist vel til manns. MYND/Wikipedia
Áfrýjunardómstóll í Frakklandi dæmdi í dag bróður dómsmálaráðherra Frakka, sem áður hafði verið dæmdur fyrir eiturlyfjasmygl, í ársfangelsi fyrir neyslu og sölu heróíns, einungis nokkrum klukkustundum eftir að systir hans kom því í gegn að refsingar fyrir endurtekin lögbrot yrðu hertar.

Jamal Dati er einn ellefu systkyna dómsmálaráðherrans. Hann hlaut fyrr á árinu sex mánaða skilorðsbundinn dóm fyrir athæfið, en saksóknari áfrýjaði málinu þar sem Dati hefði áður verið dæmdur fyrir svipað fíkniefnabrot.

Lögmaður Dati mótmælti því hinsvegar og sagði að skjólstæðingur sinn hefði átt erfitt líf.

Þetta er hið síðasta í röð áfalla sem dómsmálaráðherrann, Rachida Dati, verður fyrir. Hún tók við embætti í Maí þegar Nicolas Sarkozy var kjörinn forseti. Æðsti ráðgjafi hennar hætti mánuði síðar vegna persónulegs ágreinings. Þrír aðrir ráðgjafar hennar hafa síðan sagt upp, en hún hefur sagt það vera eðlilega starfsmannaveltu.

Dati er eitt tólf barna fátæks egypsk verkamanns og ólæsrar húsmóður, sem öll, utan eiturlyfjasmyglarans, hafa komist vel til manns.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×