Fellibylurinn Dean nær landi á Jamaíku Guðjón Helgason skrifar 19. ágúst 2007 00:45 Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa. Fellibylurinn Dean hefur valdið töluverðum skemmdum þar sem hann hefur þegar farið yfir. Sex hafa farist í veðurhamnum. Drengur druknaði í Dóminíku og kona og sjö ára sonur hennar týndu lífi þegar aurskriða féll á þau þar sem þau sváfu heima, kona á áttræðisaldri fékk hjartaáfall þegar bylurinn fór yfir Martíník og maður á sjötugaldri drukknaði þar sem hann reyndi að bjarga kú úr beljandi fljóti. Svo virðist sem Dómíníkanska lýðveldið, Haítí og Kúba sleppi að mestu við veðurofsann. Eitthvað flæddi þó í strandhéruðum þar. Bylurinn náði svo strönd Jamaíku í dag og mun fikra sig meðfram ströndinni. Bylurinn hefur ekki náð mesta styrk en talið að það gerist þegar hann nái Mexíkó. Vindhraði er nú mikill - um 60 metrar á sekúndu í vestu hviðum og óttast að úrkoma eigi eftir að mælast 50 sentimetrar. Útgöngubann er í gildi á Jamaíku og lögregla með hert eftirlit í höfuðborginni, Kingston, til að koma í veg fyrir gripdeildir. Ferðamenn hefa reynt að fara frá eyjunni en ekki öllum tekist það þar sem flugvöllum var lokað í dag. Íbúar hafa hamstrað mat. Bandaríkjamenn hafa heitið flugi með neyðargögn gerist þess þörf. Bylurinn hefur haft áhrif út í geim. Bandaríska geimferjan Endevor fór frá Alþjóðlegum geimstöðinni í dag, degi fyrr en áætlað var. Óttast var að bylurinn næði gæti truflað störf Bandarísku geimferðastofnunarinnar á jörðu niðri í stjórnstöðinni í Houston. Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira
Jamaíkubúar eru viðbúnir því versta nú þegar fellibylurinn Dean hefur náð landi þar. Vindhraði í verstu hviðum er rúmlega 60 metrar á sekúndu og því spáð að úrkoma mælist um 50 sentimetrar. Því er spáð að bylurinn nái mesta styrk þegar hann kemur á Mexíkóflóa. Fellibylurinn Dean hefur valdið töluverðum skemmdum þar sem hann hefur þegar farið yfir. Sex hafa farist í veðurhamnum. Drengur druknaði í Dóminíku og kona og sjö ára sonur hennar týndu lífi þegar aurskriða féll á þau þar sem þau sváfu heima, kona á áttræðisaldri fékk hjartaáfall þegar bylurinn fór yfir Martíník og maður á sjötugaldri drukknaði þar sem hann reyndi að bjarga kú úr beljandi fljóti. Svo virðist sem Dómíníkanska lýðveldið, Haítí og Kúba sleppi að mestu við veðurofsann. Eitthvað flæddi þó í strandhéruðum þar. Bylurinn náði svo strönd Jamaíku í dag og mun fikra sig meðfram ströndinni. Bylurinn hefur ekki náð mesta styrk en talið að það gerist þegar hann nái Mexíkó. Vindhraði er nú mikill - um 60 metrar á sekúndu í vestu hviðum og óttast að úrkoma eigi eftir að mælast 50 sentimetrar. Útgöngubann er í gildi á Jamaíku og lögregla með hert eftirlit í höfuðborginni, Kingston, til að koma í veg fyrir gripdeildir. Ferðamenn hefa reynt að fara frá eyjunni en ekki öllum tekist það þar sem flugvöllum var lokað í dag. Íbúar hafa hamstrað mat. Bandaríkjamenn hafa heitið flugi með neyðargögn gerist þess þörf. Bylurinn hefur haft áhrif út í geim. Bandaríska geimferjan Endevor fór frá Alþjóðlegum geimstöðinni í dag, degi fyrr en áætlað var. Óttast var að bylurinn næði gæti truflað störf Bandarísku geimferðastofnunarinnar á jörðu niðri í stjórnstöðinni í Houston.
Erlent Fréttir Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sjá meira