Erlent

Mörg þúsund á vergangi

Mörg hundruð hermenn hafa verið sendir á hamfarasvæði í Perú þar sem snarpur jarðskjálfti varð minnst fimm hundruð að bana í síðustu viku. Mörg þúsund manns eru á vergangi í Íka-héraði suður af höfuðborginni, Líma, en það svæði varð verst úti.

Vatn og matur er af skornum skammti þar og hafa sumir íbúar orðið sér út um vopn til að verjast árásum ribbalda. Yfirvöld óttast að gripdeildir færist í aukana en mikil ógla er á svæðinu.

Um sex hundruð fangar sluppu úr fangelsi þegar veggur hrundi í skjálftanum. Þar á meðal eru dæmdir nauðgarar og morðingjar. Lögregla hefur enn ekki haft hendur í hári neins úr þeirra hópi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×