Erlent

Björgunarstörfum áframhaldið í Utah

Lögreglumaður vaktar námurnar.
Lögreglumaður vaktar námurnar. MYND/AFP

Enn hefur björgunarmönnum í Utah fylki í Bandaríkjunum ekki tekist að bjarga námuverkamönnunum sex sem urðu innlyksa þegar námurnar féllu saman á mánudaginn. Ekker vitað hvort mennirnir séu enn á lífi.

Björgunarstörf stóðu yfir í alla nótt. Í morgun kláruðu björgunarmenn að bora lítið gat niður í námuna þar sem talið er mennirnir sitji fastir. Hljóðnemi var látinn síga niður í þeirri von að mennirnir myndu láta í sér heyra en án árangurs. Þó er ekki búið að útiloka að þeir séu enn á lífi.

Ekki liggur fyrir hvað olli því að kolanámurnar, sem eru um 225 kílómetra fyrir sunnan Salt Lake City, hrundu á mánudaginn. Í fyrstu var talið að jarðskjálfti hafi valdið hruninu en einnig er talið að um mannleg mistök hafi verið að ræða.

Mennirnir sex eru fastir á 478 metra dýpi en sérfræðingar telja að þeir hafi nægt súrefni og drykkjarvatn til að endast í margar vikur.

Björgunarstörf hafa gengið seinlega en á miðvikudaginn þurfti að fresta þeim vegna jarðhræringa á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×